Mjótt á mununum

Barack Obama stillir sér upp fyrir myndatöku ásamt börnum í …
Barack Obama stillir sér upp fyrir myndatöku ásamt börnum í Philadelphiu. Reuters

Mjótt virðist vera á mununum milli Hillary Clinton og Barack Obama  í forkosningum Demókrataflokksins í Pennsylvaníu sem fóru fram í dag og hafa sjónvarpsstöðvar ekki enn treyst sér til að spá fyrir um úrslit.

Ef marka má útgönguspár virðist Obama  hafa yfirburðafylgi meðal ungs fólks og 92% blökkumanna kusu hann. Clinton nýtur meira fylgis meðal hvítra kjósenda og fólks af suður-amerískum uppruna.

Mikil kjörsókn virðist hafa verið í forkosningunum. Sérfræðingar segja að Clinton þurfi á góðum sigri að halda til að eiga möguleika á að verða útnefnd forsetaefni demókrata.

Hillary Clinton veifar til stuðningsmanna í Conshohocken í dag.
Hillary Clinton veifar til stuðningsmanna í Conshohocken í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka