Boðið til viðræðna um norðurpólinn

Hafís við norðurpólinn.
Hafís við norðurpólinn. Morgunblaðið/Einar Falur

Danska ríkisstjórnin hefur í samvinnu við grænlensku heimastjórnina boðið utanríkisráðherrum Rússlands, Noregs, Kanada, Danmerkur, Bandaríkjanna og Grænands til fundar í Ilulissat á Grænlandi í lok maí. Umræðuefnið er norðurpóllinn en öll þessi ríki eiga landamæri að honum.

Á fundinum er einnig gert ráð fyrir að rætt verði um hvaða kröfur eigi að gera til skipa, sem sigla um svonefnda Norðvesturleið, sem reiknað er með að kunni að opnast þegar úthafsísinn minnkar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert