Hætta hjálparstarfi á Gaza

Frá Gaza fyrr í vikunni
Frá Gaza fyrr í vikunni Reuters

Sameinuðu þjóðirnar þurfa væntanlega að hætta hjálparstarfi á Gaza þar sem stjórnvöld í Ísrael hafa komið í veg fyrir flutning á eldsneyti inn á svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum verður hjálparstarfinu hætt í dag ef stjórnvöld í Ísrael heimila ekki flutning á eldsneyti. SÞ dreifa meðal annars matvælum til 650 þúsund flóttamanna á Gaza. 

Samkvæmt frétt BBC hittist öryggisráð SÞ vegna þessa í höfuðstöðvum SÞ í New York en hluti af fulltrúum vesturlanda gekk út af fundinum vegna ummæla fulltrúa Líbýu. Líkti sendinefnd Líbýu ástandinu á Gaza við útrýmingarbúðir nasista. Meðal annars gengu fulltrúar Frakklands, Belgíu, Bretlands og Bandaríkjanna út af fundinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert