Kennsla liggur niðri í um þriðjungi skóla í Englandi og Wales en þúsundir kennara hófu verkfall í morgun, fyrsta kennaraverkfallið í 21 ár í Bretlandi. Talið er að kennsla falli niður að öllu leyti eða að hluta í um átta þúsund breskum skólum í dag.
Breska Kennarasambandið hefur skipulagt yfir fimmtíu mótmælagöngur víðsvegar um landið í dag en kennarar fara fram á það að laun þeirra hækki um 4,1% í stað 2,45% eins og til stendur, samkvæmt frétt á vef BBC.