Fogh fullyrðir ekkert um fangaflug

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.
Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. AP

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í morgun að hann gæti ekki fullyrt að Bandaríkin hefðu ekki misnotað það traust sem dönsk yfirvöld hafi sýnt þeim með því að veita þeim ótakmarkaðan aðgang að danskri lofthelgi. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten

Mikil umræða fer nú fram um það í Danmörku hvort bandaríska leyniþjónustan CIA-hafi flutt fanga, sem haldið var án dómsúrskurðar, um danska lofthelgi. „Þetta er a.m.k. ekki hlutur sem stjórninni hefur verið kunnugt um,” sagði Fogh í viðtali við Ritzau fréttastofuna. Þá sagðist hann ekki geta útilokað að bandarískir ráðamenn hafi túlkað heimildir Dana á þann hátt að CIA hefði frjálsar hendur varðandi slík flug.

„Það þori ég ekki að tjá mig um. Við höfum gert Bandaríkjamönnum ljóst að við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir að flug um danska loftheldi sé í samræmi við alþjóðalög og sáttmála.”

Fogh neitaði í morgun beiðni Jyllands-Posten um að ræða málið beint við blaðamenn blaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert