Gagnrýna Bandaríkjamenn og Ísraela

Kjarnakljúfur sem var í uppbyggingu á Sýrlandi. Myndin er tekin …
Kjarnakljúfur sem var í uppbyggingu á Sýrlandi. Myndin er tekin eftir að loftárás var gerð á stöðina í september. Reuters

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur gagnrýnt Bandaríkjastjórn fyrir að leyna upplýsingum um að Sýrland hafi verið að byggja leynilegan kjarnakljúf með tæknilegri aðstoð frá Norður-Kóreumönnum.   IAEA gagnrýna einnig Ísraela fyrir að fylgja eftir ásökunum og fyrir að gera loftárás á kjarnakljúfinn í september án þess að gefa IAEA eftirlitsmönnum tækifæri á að rannsaka málið. 

Forstjóri IAEA segir í yfirlýsingu að hann harmi það að þessum upplýsingum hafi verið leynt frá stofnuninni í samræmi við ábyrgð IAEA samkvæmt NPT samningnum um að hefta dreifingu á kjarnavopnum. 

Bandaríkjastjórn sendi frá sér yfirlýsingu og sakaði stjórnvöld í Norður-Kóreu um að aðstoða Sýrlendinga við að smíða kjarnakljúf sem ekki hafi verið ætlaður til friðsamlegrar notkunar.  Í september í fyrra gerðu Ísraelar loftárás í stöðina sem var í uppbyggingu í Sýrlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert