Kjarnorkustofnun Sameinuðu Þjóðanna tilkynnti í dag að hún myndi rannsaka ásakanir bandarísku leyniþjónustunnar að Sýrland væri að smíða leynilegan kjarnaofn með aðstoð frá Norður Kóreu.
Samkvæmt AFP fréttastofunni þvertók sendiherra Sýrlands fyrir að landið ætti í neinum alþjóðlega ólöglegum samskiptum við Norður Kóreu og hélt því fram að Sýrland ætti mjög góð samskipti við kjarnorkustofnun Sameinuðu Þjóðanna.