Brasilísk stjórnvöld hafa hætt leit að presti, sem borist hafði á haf út neðan í 1.000 blöðrum um síðustu helgi.
Presturinn, Adelir de Carli, er eða var mikill ævintýramaður, vanur kafari og fallhlífastökkvari, en neðan í blöðrurnar, sem voru stærri og sterklegri en venjulegar veislublöðrur, festi hann sig til að vekja athygli á baráttu fyrir fleiri áningarstöðum fyrir vöruflutninga- og langferðabílstjóra. Svo illa vildi til, að það hvessti úr annarri átt og de Carli barst á haf út með blöðrunum.