Leit hætt

00:00
00:00

Bras­il­ísk stjórn­völd hafa hætt leit að presti, sem borist hafði á haf út neðan í 1.000 blöðrum um síðustu helgi.

Prest­ur­inn, Adel­ir de Carli, er eða var mik­ill æv­in­týramaður, van­ur kafari og fall­hlíf­a­stökkvari, en neðan í blöðrurn­ar, sem voru stærri og sterk­legri en venju­leg­ar veislu­blöðrur, festi hann sig til að vekja at­hygli á bar­áttu fyr­ir fleiri án­ing­ar­stöðum fyr­ir vöru­flutn­inga- og lang­ferðabíl­stjóra. Svo illa vildi til, að það hvessti úr ann­arri átt og de Carli barst á haf út með blöðrun­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert