Forseti Palestínu, Mahmud Abbas segist ekki munu samþykkja nokkurn friðarsamning við Ísrael ef hann mæti ekki kröfum Palestínumanna.
Talsmaður Abbas sagði að ekki kæmi til greina að bera friðarsamning undir þjóðarkosningu ef hann stæðist ekki væntingar Palestínumanna og leiðtoga þeirra.
Nabil Abu Rudeina talsmaður Abbas sagði við AFP fréttastofuna að hætta væri á tækifæri til friðarviðræðna gæti glatast.
Abu Rudeina lét þessi orð falla í dag, daginn eftir að Abbas fundaði með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna sem mun hafa fullvissað hann um að hann væri sannfærður um að hægt yrði að komast að friðarsamkomulagi um að stofna sjálfstætt palestínskt ríki áður en Bush lætur af störfum í janúar 2009.