Stjórnarherinn á Srí Lanka og skæruliðahreyfing Tamíl-tígra hafa hvort um sig lýsti yfir sigri í átökum sem brutust út síðastliðinn miðvikudag við landamæri Jaffna-skagans í norðurhluta landsins. Samkvæmt upplýsingum AP-fréttastofunnar er ekki ljóst hversu mikið mannfall varð í átökunum og hefur fjölmiðlum verið meinaður aðgangur að svæðinu.
Talsmenn stjórnarhersins segjast hafa fellt hundrað skæruliða auk þess að hafa hertekið lítinn hluta lands. Talsmenn tígranna segjast hinsvegar hafa fellt yfir hundrað hermenn og að aðeins 16 tamílar hafi fallið.
Samkvæmt upplýsingum stjórnarhersins létust 43 hermenn í átökunum, 33 er saknað og 120 særðust.
Þetta er mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur orðið fyrir frá því að 129 hermenn féllu í átökum á Jaffna-skaganum í október 2006.
Að sögn AP hafa yfirmenn hersins hafa gefið út þá yfirlýsingu að skæruliðahreyfingin verði yfirbuguð fyrir árslok.
Tamíl-tígrarnir hafa barist fyrir eigin ríki í norður- og norðausturhluta landsins frá því á áttunda áratugnum og hafa yfir 70.000 manns látist í átökum.