Drepinn af hákarli

00:00
00:00

Há­karl réðst á karl­mann á sjö­tugs­aldri í sjón­um í ná­grenni við San Diego í vik­unni og drap hann. Er þetta í fyrsta skipti í tæp fimm­tíu ár sem há­karl drep­ur mann­eskju fyr­ir utan strönd Suður-Kali­forn­íu. Talið er að um hvít­háf hafi verið að ræða sem er tal­inn bera ábyrgð á flest­um árás­um á menn í gegn­um tíðina.

Maður­inn, Dav­id Mart­in, var á sundi ásamt hópi fólks skammt fyr­ir utan Sol­ana Beach, norður af San Diego þegar há­karl­inn réðst á hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert