Hákarl réðst á karlmann á sjötugsaldri í sjónum í nágrenni við San Diego í vikunni og drap hann. Er þetta í fyrsta skipti í tæp fimmtíu ár sem hákarl drepur manneskju fyrir utan strönd Suður-Kaliforníu. Talið er að um hvítháf hafi verið að ræða sem er talinn bera ábyrgð á flestum árásum á menn í gegnum tíðina.
Maðurinn, David Martin, var á sundi ásamt hópi fólks skammt fyrir utan Solana Beach, norður af San Diego þegar hákarlinn réðst á hann.