Skemmdir voru unnar á grafreit fyrrum forsætisráðherra Kanada, Pierre Elliott Trudeau, í dag í Saint-Remi í úthverfi Montreal. Höfðu skemmdavargarnir málað FLQ"(Front de libération du Québec) og „traitor" (svikari) á fjölskyldugrafreit Trudeau.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað hverjir skemmdavargarnir eru en talið er að skemmdirnar hafi verið unnar síðastliðna nótt.
Front de libération du Québec voru hryðjuverkasamtök í Kanada sem studdu sjálfstæði Quebec. Liðsmenn samtakanna eru taldir bera ábyrgð á yfir 200 sprengjutilræðum á áttunda áratugnum og að hafa myrt að minnsta kosti fimm manns.
Trudeau var forsætisráðherra Kanada frá 1968-79 og1980-84. Hann lést í september 2000 áttræður að aldri.