Yfirkjörstjórn í Zimbabve hefur sent frá sér niðurstöður úr endurtalningu úr sjö kjördæmum í þingkosningunum og samkvæmt þeim stenst upphaflega talningin og heldur stjórnarandspyrnuflokkurinn þeim sætum sem hann fékk í kosningunum.
Enn á eftir að tilkynna tíu þingsæti sem stjórnarandstöðuflokkurinn hlaut en stjórnarflokkurinn Zanu-PF þarf nú að vinna níu sæti á þingi til að halda meirihluta þar.
Enn er ekki búið að skýra frá niðurstöðum í forsetakosningunum sem fóru fram samtímis fyrir mánuði síðan og er töfin samkvæmt fréttavef BBC farin að vekja óróa í alþjóðasamfélaginu.