Þjóðverjar flæktir í njósnamál

Þýska leyniþjónustan njósnaði um samskipti viðskiptaráðherrans við þýska blaðakonu.
Þýska leyniþjónustan njósnaði um samskipti viðskiptaráðherrans við þýska blaðakonu. AP

Þýski utanríkisráðherrann, Frank-Walter Steinmeier hefur beðið afganska viðskiptaráðherrann Amin Farhang afsökunar á njósnamáli. Upp hefur komist að þýska leyniþjónustan BND setti njósnaforrit í tölvu ráðherrans 2006.

Þýskur blaðamaður hjá Der Spiegel hefur einnig fengið afsökunarbeiðni frá BND (Bundesnachrichtendienst) en leyniþjónustan fylgdist með tölvupóstaskrifum Suzanne Koelbl við Farhang.

Yfirmaður BND, Ernst Uhrlau hefur beðið Koelbl afsökunar en tímaritið segist eigi að síður íhuga að fara í mál við leyniþjónustuna.

Talsmaður afganska utanríkisráðuneytisins segist hafa móttekið afsökunarbeiðnina og tekið hana góða og gilda. Farhang hefur látið hafa eftir sér að BND hafi með aðgerðum sínum stofnað lífi hans í hættu.

Á fréttavef BBC kemur fram að því hafi verið lekið að BND hafi komið fyrir svokölluðum Troju-njósnaforriti á harða diskinn í tölvu ráðherrans.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert