Myndi þrýsta á Íraksstjórn

Barack Obama myndi þrýsta á Íraksstjórn að leysa innbyrðisdeilur í …
Barack Obama myndi þrýsta á Íraksstjórn að leysa innbyrðisdeilur í landinu. TIM SHAFFER

Barack Obama sagði í dag að ef hann næði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í næstu kosningum myndi hann setja saman áætlun með tímatakmörkunum fyrir írösku ríkisstjórnina og ekki sitja hjá á meðan að „þeir velta vöngum".

Í viðtali við FOX fréttastöðina skýrði hann frá því hvernig hann myndi taka á hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Írak ef hann kæmist til valda og hélt opnum þeim möguleika að hann myndi starfa með því fólki innan hersins sem hefur lagt línurnar fram að þessu.

Þar á meðal hershöfðingjanum David Petraeus sem var í síðustu viku skipaður yfirmaður allra hernaðaraðgerða Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.

Obama sagða að hann myndi hlusta á Petraeus. „Það væri heimskulegt af mér að hunsa það sem hann hefði að segja," sagði Obama og vitnaði til þeirrar reynslu sem Petraeus hefur aflað sér á undanförnum árum.

Obama sagði að það þyrfti að þrýsta á lausn í Írak og skipuleggja varalið því sem stendur hafa Bandaríkin ekki herlið til að bregðast við árás eða takast á við deilur í öðrum heimshlutum ef eitthvað slíkt kæmi upp á.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert