Óeirðir í Seoul

Fylkingum mótmælenda hefur lostið saman í óeirðum í Seul í Suður-Kóreu í tengslum við boðhlaup með ólympíukyndilinn. Stuðningsmenn Kína og mótmælendur sem eru andvígir stefnu Kína í Mannúðarmálum kasta grjóti og slást á götunum.

Lögreglan hefur haft að sögn fréttavefjar BBC fullt í fangið með að hemja fylkingarnar en kínverskir stúdentar hafa hent grjóti í mótmælendur og hafa haft yfirhöndina til þessa enda eru þeir mun fjölmennari.

Lögreglunni tókst að koma í veg fyrir að einn mótmælandi og flóttamaður frá Norður-Kóreu gæti hindrað för kyndilsins með því að gera tilraun til sjálfsvígs með því að kveikja í sjálfum sér.


Yfirvöld hafa hótað að taka hart á mótmælendum sem trufla …
Yfirvöld hafa hótað að taka hart á mótmælendum sem trufla kyndilhlaupið. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert