Ók inn í kindahóp á 200 km hraða

Kindahópur við þýsku Intercity Express hraðlestarteinana í grennd við göngin.
Kindahópur við þýsku Intercity Express hraðlestarteinana í grennd við göngin. Reuters

Þýsk hraðlest fór út af sporinu er hún ók inn í kindahóp í grennd við bæinn Fulda á leiðinni frá Hamborg til München í dag. 23 slösuðust, þar af fjórir alvarlega.

Lestin var á 200 km hraða á leið í gegnum lengstu göng í Þýskalandi er hún lenti á kindunum. Tíu af tólf vögnum fóru út að sporinu.

Þýskir fjölmiðlar sýndu myndir af dauðum kindum, skemmdum teinum og lestarvögnum með brotnar rúður. Alls voru 135 manns um borð í lestinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert