Bush ætlar til Miðausturlanda

George W. Bush.
George W. Bush. Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, áformar að ferðast til Ísraels, Egyptalands og Sádi-Arabíu um miðjan maí og hitta leiðtoga þessara landa að máli. Ekki stendur hins vegar til, að Bush hitti þá Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmud Abbas, forseta Palestínumanna, á þríhliða leiðtogafundi.

Hvíta húsið segir, að Bush og Laura kona hans muni ferðast til Miðausturlanda 13.-18. maí. Hann muni heimsækja Sádi-Arabíu í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá því stjórnmálasamband landanna komst á. Þá mun Bush eiga fundi með Olmert og Shimon Peres, forseta Ísraels og ávarpa Knesset, þing Ísraels.

Þá mun Bush eiga viðræður við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, Abdullah Jórdaníukonung og Abbas og ávarpa þing World Economic Forum um Miðausturlönd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka