Bush ætlar til Miðausturlanda

George W. Bush.
George W. Bush. Reuters

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti, áform­ar að ferðast til Ísra­els, Egypta­lands og Sádi-Ar­ab­íu um miðjan maí og hitta leiðtoga þess­ara landa að máli. Ekki stend­ur hins veg­ar til, að Bush hitti þá Ehud Ol­mert, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og Mahmud Abbas, for­seta Palestínu­manna, á þríhliða leiðtoga­fundi.

Hvíta húsið seg­ir, að Bush og Laura kona hans muni ferðast til Miðaust­ur­landa 13.-18. maí. Hann muni heim­sækja Sádi-Ar­ab­íu í til­efni af því að 75 ár eru liðin frá því stjórn­mála­sam­band land­anna komst á. Þá mun Bush eiga fundi með Ol­mert og Shimon Peres, for­seta Ísra­els og ávarpa Knes­set, þing Ísra­els.

Þá mun Bush eiga viðræður við Hosni Mubarak, for­seta Egypta­lands, Abdullah Jórdan­íu­kon­ung og Abbas og ávarpa þing World Economic For­um um Miðaust­ur­lönd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka