„Kirkja blökkumanna misskilin“

Jeremiah Wright
Jeremiah Wright Reuters.

Hinn umdeildi sóknarprestur Jeremiah Wright sagði í gær á fjöldasamkomu að hann hefði orðið fyrir óréttmætri gagnrýni undanfarið. Fjölmiðlar hafa lýst honum sem “sundrungarafli” og segir Wright gagnrýnendur sína misskilja kirkju blökkumanna. Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, sem býður sig fram sem forsetaefni demókrata, sótti kirkju hans og prédikanir í 20 ár.

„Ég er ekki stjórnmálamaður. Það kann að koma mörgum á óvart þar sem margir fjölmiðlar hafa látið það líta út eins og ég sé að bjóða mig fram sem forsetaefni,“ sagði Wright á fjöldasamkomu. Ræða hans kemur í kjölfar deilu sem fylgt hefur Obama í margar vikur eða allt frá því að hluti af prédikunum Wrights voru birt í fjölmiðlum. Í þeim ræðubútum segir hann m.a. að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi borið ábyrgð á útbreiðslu eyðniveirunnar og að þau hafi skipulagt hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001.

Wright segi nú meiri þörf á umburðarlyndi, hvort sem það er trúarlegs eðlis eða menningarlegs eðlis. Þá segir hann ræðubútana sem hljómað hafa í fjömiðlum og á netinu tekna úr samhengi til þess eins að niðurlægja sig og Obama.

Wright tekur það einnig fram að hann styðji Barack Obama heilshugar, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka