Segist ekki hafa beitt valdi

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. AP

Hinn 73 ára Jos­ef Fritzl sem hef­ur játað að hafa byggt neðanj­arðarbyrgi og haldið dótt­ur sinni og þrem­ur börn­um henn­ar þar í 24 ár held­ur því fram að hann hafi aldrei beitt hana valdi eða nauðgað.

Talsmaður sak­sókn­ara hafði þessi orð eft­ir Fritzl sem mun hafa viður­kennt sifja­spell en tók fram að hann hafi aldrei beitt dótt­ur sína valdi til að koma vilja sín­um fram við hana.

Seinni hluta dags í dag verður Fritzl færður fyr­ir rann­sókn­ar­dóm­ara en framund­an eru margra daga yf­ir­heyrsl­ur í tengsl­um við þetta hrotta­lega mál.

Þröngt jarðhýsi

Fjór­tán lög­reglu­menn hafa farið mjög ná­kvæm­lega yfir neðanj­arðarbyrgið í fjöl­skyldu­hús­inu í Amst­etten í aust­ur­hluta Aust­ur­rík­is þar sem Elísa­beth og börn­um henn­ar var haldið föngn­um. Loft­hæð þar er ekki nema 1,70 metr­ar.

Börn­in mun hún hafa alið í dýfliss­unni og þrjú þeirra munu aldrei hafa séð dags­birtu. Alls mun Elísa­beth hafa eign­ast sjö börn með föður sín­um en eitt þeirra dó skömmu eft­ir fæðing­una. Þau sem lifa eru þrír dreng­ir og þrjár stúlk­ur á aldr­in­um fimm til tutt­ugu ára.

Málið komst í há­mæli þegar eitt barn­anna nú 19 ára var lögð inn á sjúkra­hús og lækn­ar fóru að graf­ast fyr­ir um móður henn­ar og þegar Fritzl lét þá tala við Elisa­beth kom öll þessi hrylli­lega saga í ljós.

Barnið sem dó var ann­ar tví­bura sem fædd­ust í dýfliss­unni.

Ætt­leiddi þrjú börn 

Þrjú barn­anna, tvo drengi og eina stúlku ætt­leiddu Fritzl og kona hans Rosemarie en hann sagði henni og yf­ir­völd­um að Elisa­beth hefði skilið þau eft­ir á tröpp­un­um eft­ir því sem þau fædd­ust.

Í hvert sinn fylgdi bréf með börn­un­um sem átti að hafa verið und­ir­ritað af Elisa­beth þar sem hún sagðist ekki geta fram­fært börn­un­um þar sem hún ætti núþegar önn­ur börn.

Elisa­beth Fritzl sagði lög­regl­unni að móðir henn­ar hafi aldrei vitað af hinu kyn­ferðis­lega of­beldi sem hún sætti frá 11 ára aldri eða um sjö árum áður en faðir henn­ar læsti hana inni.

Ætt­leiddu börn­in gengu í skóla og lifðu eðli­legu lífi að því er virðist án hug­mynd­ar um að móðir þeirra og þrjú systkini væri haldið föngn­um und­ir hús­inu.


Úr jarðhýsinu.
Úr jarðhýs­inu. AP
Afar lágt er til lofts í jarðhýsinu þar sem konunni …
Afar lágt er til lofts í jarðhýs­inu þar sem kon­unni og börn­um henn­ar var haldið föngn­um. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka