Skógareldar í Kaliforníu

Um þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Anita, úthverfum austan við Los Angeles í dag vegna skógarelda. Slökkviliðsmenn berjast nú við þennan fyrsta meiriháttar skógareld sumarsins en fréttaskýrendur telja að frekari eldar geti verið í vændum.

Eldurinn í Santa Anita hefur brennt nærri 2 ferkílómetra svæði um 25 km frá miðborg Los Angeles. 500 slökkviliðsmenn berjast við eldinn sem geisar í grófgerðu kjarri og runnum í hæðóttu landslagi.

Skólar lokuðu og 400 heimili voru rýmd en til þessa hefur látist í eldinum og engin hús hafa brunnið.


Skógareldar geisa nú í Kaliforníu.
Skógareldar geisa nú í Kaliforníu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert