Endurfundir Fritzl-barnanna

Mauer sjúkrahúsið þar sem fjölskyldan dvelur og hlýtur meðhöndlun sálfræðinga.
Mauer sjúkrahúsið þar sem fjölskyldan dvelur og hlýtur meðhöndlun sálfræðinga. Reuters

Meðlimir hinnar fangelsuðu og sundruðu Fritzl-fjölskyldu sem fjölskyldufaðirinn Josef beitti óhugnanlegu ofbeldi og fangelsun í áratugi áttu óvenjulega endurfundi á sjúkrahúsi þar sem sálfræðingar hjálpa þeim við að afbera hið sálræna álag.

Þar hittust systkini í fyrsta sinn og mæðgurnar, eiginkona Josefs og dóttirin Elisabeth en þær hafa verið aðskildar en þó undir sama þaki undanfarin 24 ár.

„Það er ótrúlegt hversu auðvelt börnin áttu með endurfundina og sömuleiðis hversu auðvelt móðir þeirra og amma áttu með að hittast á ný," sagði Berthold Kepplinger forstjóri sjúkrahússins.

Eitt barnanna, 19 ára stúlka gat ekki tekið þátt í endurfundunum þar sem hún liggur þungt haldin á öðru sjúkrahúsi.


Mörg hundruð manna sýndu fjölskyldunni samhug í dag.
Mörg hundruð manna sýndu fjölskyldunni samhug í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert