Flugvél Ryanair fór út af flugbraut

Flugvellinum í Lódź  í Póllandi var lokað um hádegisbil í dag eftir að flugvél frá Ryanair með 170 farþega innanborðs fór út af flugbraut skömmu fyrir áætlað flugtak. Verið var að snúa vélinni á brautarenda þegar hjól fór út af brautinni og sökk í gljúpum jarðvegi.

Ferð vélarinnar var heitið til Nottingham á Englandi. Engan sakaði og er verið að undirbúa að draga vélina, sem er af gerðinni Boeing 737, upp á flugbrautina aftur.

Farþegunum var ekið 130 kílómetra leið til Varsjár þaðan sem þeir munu fljúga til Nottingham. Flugvélum, sem áttu að lenda í Lódź, hefur einnig verið beint til Varsjár tímabundið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert