Flugvél Ryanair fór út af flugbraut

Flug­vell­in­um í Lódź  í Póllandi var lokað um há­deg­is­bil í dag eft­ir að flug­vél frá Ry­ana­ir með 170 farþega inn­an­borðs fór út af flug­braut skömmu fyr­ir áætlað flug­tak. Verið var að snúa vél­inni á brautar­enda þegar hjól fór út af braut­inni og sökk í gljúp­um jarðvegi.

Ferð vél­ar­inn­ar var heitið til Nott­ing­ham á Englandi. Eng­an sakaði og er verið að und­ir­búa að draga vél­ina, sem er af gerðinni Boeing 737, upp á flug­braut­ina aft­ur.

Farþeg­un­um var ekið 130 kíló­metra leið til Var­sjár þaðan sem þeir munu fljúga til Nott­ing­ham. Flug­vél­um, sem áttu að lenda í Lódź, hef­ur einnig verið beint til Var­sjár tíma­bundið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert