Josef Fritzl faðir allra barnanna

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. AP

Lífsýni úr Austurríkismanninum Josef Fritzl, 73 ára, staðfesta að hann er faðir barnanna sex sem Elisabeth dóttir hans ól á meðan hún var læst í dýflissu föður síns í 24 ár. Fritzl hefur viðurkennt að hafa haldið henni fanginni öll þessi ár en segist hafa gert það til þess að vernda hana.   

Samkvæmt heimildum Welt Online hafði dóttirin Elisabeth reynt að hlaupast að heiman áður en Fritzl lokkaði hana niður í kjallarann. Hún var þá átján ára en segir föður sinn hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var ellefu ára. Greint hefur verið frá því að þrjú af sjö börnum sem Elisabeth fæddi föður sínum, hafi horft upp á hann nauðga henni hvað eftir annað í kjallaranum. Einnig er hann sagður hafa sagt dóttur sinni og börnum hennar að þau myndu deyja í kjallaranum kæmi eittthvað fyrir hann þar sem hann einn vissi aðgangsorðið að kjallaradyrunum.

Ekki liggur fyrir hvort Fritzl hafi einnig beitt eitthvert af börnum Elisabethar kynferðislegu ofbeldi en þrjú þeirra ólust upp hjá honum og eiginkonu hans Rosemarie en þrjú í kjallaranum. Sjöunda barnið lést skömmu eftir fæðingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert