Lögreglan í Mósambík hefur verið ásökuð um að myrða fanga og pynta þá að vild. Amnesty International hefur gefið út skýrslu þar sem segir að lögreglan telur sig hafa rétt til að drepa. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Afbrotum hefur fjölgað í Mósambík og lögreglumenn setja það ekki fyrir sig að drepa afbrotamenn og pynta fanga og oftar en ekki hefur þetta athæfi lögreglunnar engar lagalegar afleiðingar. Lögreglan í Mósambík hefur ekki viljað tjá sig um málið.