Obama snýr baki við prestinum sínum

 Barack Obama hefur snúið baki við prestinum sem leiðir kirkjuna sem hann hefur tilheyrt undanfarin 20 ár vegna umæla um að hernaðaraðgerðir Bandaríkjastjórnar séu í raun hryðjuverk og að alnæmi sé að einhverju leyti sök stjórnarinnar.

Vinsældir Obama hafa minnkað aðeins undanfarið vegna þess að séra Jeremiah Wright, prestur hans til tveggja áratuga, baðar sig í sviðsljósinu og ítrekar herská ummæli sín sem gjarnan eru túlkuð sem hatur á hvítum og bandarísku samfélagi almennt. Ríma þau orð illa við stefnu Obama um að sameina í stað þess að sundra. Hann hefur t.d. forðast að reyna að vera sérstakur málsvari blökkumanna en Wright hefur með harkalegum árásum sínum beint athyglinni að kynþáttaátökunum.

Obama hefur lagt sig fram um að lýsa andúð sinni á umdeildum yfirlýsingum Wrights en um leið forðast hingað til að fordæma prestinn sem hann segir oft hafa reynst sér og fjölskyldunni vel. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert