Palestínumenn á sáttafund

Ísraelskir skriðdrekar við Nahal Oz birgðageymsluna þaðan sem eldsneyti er …
Ísraelskir skriðdrekar við Nahal Oz birgðageymsluna þaðan sem eldsneyti er dælt yfir landamærin frá Ísrael til Gasasvæðisins. AP

Embættismenn á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum segja þrjátíu fulltrúa nokkurra samtaka Palestínumanna væntanlega til viðræðna í Kaíró í Egyptalandi um hugsanlegar sættir ólíkra fylkinga Palestínumanna og friðarsamkomulag við Ísraela. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.  

Mohammed al-Baba, einn af leiðtogum hina herskáu Andspyrnufylkingar (PRC) segir að fundurinn verði haldinn í boði Omars Suleimans, yfirmanns leyniþjónustu Egyptalands, á  fimmtudag.  

Þá mun Tzipi Livni, utanríkisráðherra Egyptalands, hitta Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands í London á föstudag. Markmið þess fundar er að bæta samskipti ríkjanna en þau hafa verið mjög stirð frá því Palestínumenn brutu niður múr á landamærum Egyptalands og Gasasvæðisins. Þótti Ísraelum Egyptar þá bregðast hægt og illa við og sögðu tregðu þeirra til aðgerða skapa mikla hættu fyrir Ísraela.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert