Embættismenn á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum segja þrjátíu fulltrúa nokkurra samtaka Palestínumanna væntanlega til viðræðna í Kaíró í Egyptalandi um hugsanlegar sættir ólíkra fylkinga Palestínumanna og friðarsamkomulag við Ísraela. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Mohammed al-Baba, einn af leiðtogum hina herskáu Andspyrnufylkingar (PRC) segir að fundurinn verði haldinn í boði Omars Suleimans, yfirmanns leyniþjónustu Egyptalands, á fimmtudag.
Þá mun Tzipi Livni, utanríkisráðherra Egyptalands, hitta Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands í London á föstudag. Markmið þess fundar er að bæta samskipti ríkjanna en þau hafa verið mjög stirð frá því Palestínumenn brutu niður múr á landamærum Egyptalands og Gasasvæðisins. Þótti Ísraelum Egyptar þá bregðast hægt og illa við og sögðu tregðu þeirra til aðgerða skapa mikla hættu fyrir Ísraela.