Fengu þunga dóma fyrir þátttöku í mótmælum

Kínverskar öryggissveitir verjast steinkasti í Lhasa í mars.
Kínverskar öryggissveitir verjast steinkasti í Lhasa í mars. Reuters

Kínverskir ríkisfjölmiðlar segja, að 17 manns hafi verið fengið dóma fyrir að taka þátt í mótmælaaðgerðum og uppþotum í Lhasa, höfuðborg Tíbets, í mars. Eru dómarnir frá þriggja ára til ævilangs fangelsis.  Xinhua ríkisfréttastofan gaf ekki nánari upplýsingar um málið.

Óeirðirnar brutust út 14. mars. Kínversk stjórnvöld segja að 22 hafi látið lífið en útlagasamtök Tíbeta segja að hundruð manna kunni að hafa látist í óeirðunum og aðgerðum kínverska hersins í kjölfarið. 

Tíbet og nágrannahéröð hafa verið lokuð útlendingum frá því þetta gerðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert