Fengu þunga dóma fyrir þátttöku í mótmælum

Kínverskar öryggissveitir verjast steinkasti í Lhasa í mars.
Kínverskar öryggissveitir verjast steinkasti í Lhasa í mars. Reuters

Kín­versk­ir rík­is­fjöl­miðlar segja, að 17 manns hafi verið fengið dóma fyr­ir að taka þátt í mót­mælaaðgerðum og uppþotum í Lhasa, höfuðborg Tíbets, í mars. Eru dóm­arn­ir frá þriggja ára til ævi­langs fang­els­is.  Xin­hua rík­is­frétta­stof­an gaf ekki nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið.

Óeirðirn­ar brut­ust út 14. mars. Kín­versk stjórn­völd segja að 22 hafi látið lífið en út­laga­sam­tök Tíbeta segja að hundruð manna kunni að hafa lát­ist í óeirðunum og aðgerðum kín­verska hers­ins í kjöl­farið. 

Tíbet og ná­granna­héröð hafa verið lokuð út­lend­ing­um frá því þetta gerðist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert