Al-Qaida samtökin að eflast samkvæmt nýrri skýrslu

Hryðjuverkasamtökunum al-Qaida hefur vaxið fiskur um hrygg og hafa samtökin að einhverju leyti náð að byggja upp á ný styrk sem þau höfðu fyrir árásina á Bandaríkin þann 11. september 2001 frá leynilegum stöðum í Pakistan. Þetta kemur fram í nýrri hryðjuverkaskýrslu bandarískra stjórnvalda.

Þar kemur fram að hryðjuverkaárásum í Afganistan hafi fjölgað um 16% á síðasta ári. Hins vegar hefur dregið úr hryðjuverkaárásum í Írak á milli áranna 2006 og 2007. Þrátt fyrir það eru um 60% allra hryðjuverkaárása í heiminum gerðar þar í landi.

Yfir 22 þúsundir létust í hryðjuverkaárásum í heiminum á síðasta ári sem er 8% fjölgun frá árinu 2007. Hins vegar fækkaði árásunum en þær voru þeim mannskæðari. 

Um 13,600 almennir borgarar létust í árásum í Írak á síðasta ári samkvæmt skýrslunni. Sjálfsvígsárásir þar sem bílar voru sprengdir upp fjölgaði um 40% og sjálfsvígsárásum við ökutæki fjölgaði um 90% á milli ára.

Í Írak, Afganistan sem og annars staðar eru hryðjuverkasamtökin al-Qaida mesta ógnin við Bandaríkin og bandamenn þeirra þrátt fyrir að mikið hafi verið lagt í að handsama Osama bin Laden og hans helsta aðstoðarmann, Ayman al-Zawahiri, að því er segir í skýrslunni. Þar kemur jafnframt fram að Zawahiri sé helsti leiðtogi samtakanna þegar kemur að aðgerðum og stefnu þeirra.


Bandarískur hermaður að störfum í Afganistan
Bandarískur hermaður að störfum í Afganistan Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka