Al-Qaida samtökin að eflast samkvæmt nýrri skýrslu

00:00
00:00

Hryðju­verka­sam­tök­un­um al-Qaida hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg og hafa sam­tök­in að ein­hverju leyti náð að byggja upp á ný styrk sem þau höfðu fyr­ir árás­ina á Banda­rík­in þann 11. sept­em­ber 2001 frá leyni­leg­um stöðum í Pak­ist­an. Þetta kem­ur fram í nýrri hryðju­verka­skýrslu banda­rískra stjórn­valda.

Þar kem­ur fram að hryðju­verka­árás­um í Af­gan­ist­an hafi fjölgað um 16% á síðasta ári. Hins veg­ar hef­ur dregið úr hryðju­verka­árás­um í Írak á milli ár­anna 2006 og 2007. Þrátt fyr­ir það eru um 60% allra hryðju­verka­árása í heim­in­um gerðar þar í landi.

Um 13,600 al­menn­ir borg­ar­ar lét­ust í árás­um í Írak á síðasta ári sam­kvæmt skýrsl­unni. Sjálfs­vígs­árás­ir þar sem bíl­ar voru sprengd­ir upp fjölgaði um 40% og sjálfs­vígs­árás­um við öku­tæki fjölgaði um 90% á milli ára.

Í Írak, Af­gan­ist­an sem og ann­ars staðar eru hryðju­verka­sam­tök­in al-Qaida mesta ógn­in við Banda­rík­in og banda­menn þeirra þrátt fyr­ir að mikið hafi verið lagt í að hand­sama Osama bin Laden og hans helsta aðstoðarmann, Aym­an al-Zawahiri, að því er seg­ir í skýrsl­unni. Þar kem­ur jafn­framt fram að Zawahiri sé helsti leiðtogi sam­tak­anna þegar kem­ur að aðgerðum og stefnu þeirra.


Bandarískur hermaður að störfum í Afganistan
Banda­rísk­ur hermaður að störf­um í Af­gan­ist­an Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert