Börnin tjá sig á „óeðlilegan" hátt

Maður hendur á spjaldi sem á stendur
Maður hendur á spjaldi sem á stendur "Aðrir tímar" en á öðrum spjöldum stendur "Af hverju?" og "Hvernig gat þetta gerst" við heimili Fritzl fjölskyldunnar í Amstetten. AP

Hugsanlegt er að hin austurríska Elisabeth Fritzl og börn hennar fái ný nöfn og einkennisnúmer til að auðvelda þeim að takast á við lífið en Elisabeth og þrjú af sex börnum hennar voru nýlega frelsuð úr jarðhýsi þar sem faðir konunnar  hafði haldið henni fanginni í 24 ár.  

Elisabeth, börn hennar og móðir njóta nú aðstoðar sálfræðinga og geðlækna til að takast á við lífið en sérfræðingar segja að þau þurfi sennilega á áralangri meðferð að halda til að komast yfir þann hrylling sem þau hafi upplifað. „Þetta getur tekið fimm til átta ár, segir geðlæknirinn Max Friedrich, geðlæknirinn sem meðhöndlaði Natöshu Kampusch, í viðtali við blaðið Oesterreich

Þá hefur Berthold Kepplinger, yfirmaður geðsjúkrahússins í Amstetten-Mauer, greint frá því að tvö elstu börn hennar tjái sig hvort við annað á mjög "óeðlilegan" hátt. Hann segir þó að samskipti barnanna, sem alin hafi verið upp hjá afa sínum og ömmu, og móður þeirra hafi gengið vonum framar.

Franz Polzer, yfirmaður austurrísku rannsóknarlögreglunnar, segir að rannsókn málsins muni hugsanlega taka hálft ár en að ekkert bendi til annars en að Fritzl haf verið einn að verki. „Eins og staðan er nú lítur ekki út fyrir að hann átt neina vitorðsmenn  en maður getur aldrei verið 100% viss," segir hann. „Það stríðir líka gegn allri rökhugsun að móðir sjö barna myndi aðstoða föður þeirra við umönnun sjö barna til viðbótar sem hann hefði getið sinni eigin dóttur.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert