Börnum bjargað frá heimsendasöfnuði

Lögreglan í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hefur bjargað fjórum börnum úr búðum kirkju heimsendasafnaðar í ríkinu en leiðtogi safnaðarins segist vera Messías endurborinn og er vitað að hann hefur haft kynmök við meðlimi safnaðarins.  

Talsmaður barna- og fjölskyldusviðs ríkisins Romaine Serna segir að börnin fjögur, þrjár stúlkur og einn drengur, hafi verið flutt á brott úr búðunum eftir nýlega rannsókn á starfsemi safnaðarins. Eru börnin nú í umsjón barnaverndarnefndar Nýju Mexíkó þar sem grunur leikur á að leiðtogi safnaðarins sem nefnist, Lord Our Righteousness Church, hafi misnotað börnin kynferðislega.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert