Josef Fritzl grunaður um morð

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. AP

Lög­regla í Aust­ur­ríki seg­ist vera að rann­saka hugs­an­leg tengsl milli Jos­efs Fritzl, manns­ins sem lokaði dótt­ur sína inni í jarðhýsi og gerði henni sjö börn, og óupp­lýsts morðmáls þar sem ung kona var myrt fyr­ir 22 árum.

Lík Mart­inu Posch fannst á bökk­um vatns­ins Mond­see 10 dög­um eft­ir að hún hvarf. Hún var þá 17 ára. Aust­ur­rískt dag­blað seg­ir, að kona Fritzl hafi átt krá við vatnið þegar þetta gerðist.

Alois Lissl, lög­reglu­stjóri, seg­ir að verið sé að rann­saka hvort Fritzl kunni að tengj­ast mál­inu. Ekki sé þó vitað um tengsl milli Fritzl og Posch en lög­regla muni kanna hvort Fritzl hafi fjar­vist­ar­sönn­un. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert