Kanslari Austurríkis óttast orðspor landsins

Alfred Gusenbauer, kanslari Austurríkis, lýsti í dag yfir áhyggjum af orðspori landsins vegna fregna af skelfilegri meðferð föður á dóttur og börnum  í 24 ár. Í tilkynningu sem Gusenbauer sendi frá sér eftir ríkisstjórnarfund í morgun kemur fram að orðspor Austurríkis hafi beðið hnekki vegna þeirra skelfilegu atburða sem áttu sér stað í smábænum Amstetten.

Segir Gusenbauer að alþjóðleg ófrægingarherferð gegn Austurríki sé hafin og slíkt sé ekki hægt að líða.  „Það er ekkert Amstetten mál, það er ekkert Austurríkismál. Heldur er einungis um einstakt mál að ræða," sagði kanslarinn sem í fyrsta skipti tjáði sig um mál Fritzl-fjölskyldunnar. Fjölskyldufaðirinn Josef Fritzl hefur viðurkennt að hafa haldið dóttur sinni fanginni í 24 ár og beitt hana kynferðislegu ofbeldi allan tímann. Eignaðist hún 7 börn með föður sínum á þeim tíma.

Josef Fritzl leiddur fyrir dómara.
Josef Fritzl leiddur fyrir dómara. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert