Nýr ritstjóri Jyllands-Posten

Jørn Mikk­el­sen hef­ur verið ráðinn rit­stjóri danska dag­blaðsins Jyl­l­ands-Posten. Mikk­el­sen, sem er 51 árs, tek­ur við starf­inu af Car­sten Ju­ste, sem til­kynnti fyr­ir skömmu að hann hefði ákveðið að láta af störf­um. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

„Jørn Mikk­el­sen er trygg­ing fyr­ir gæðafjöl­miðlun og yf­ir­sýn í alþjóðamál­um. Hann hef­ur ein­staka þekk­ingu á dönsk­um og alþjóðleg­um mál­efn­um. Jørn Mikk­el­sen er krefj­andi yf­ir­maður fyr­ir hönd les­enda,” seg­ir Jør­gen Ejbøl, stjórn­ar­formaður  JP/​Politikens Hus um ráðning­una.

Mikk­el­sen hef­ur tengst blaðinu frá ár­inu 1994 og hef­ur hann m.a. verið frétta­rit­ari þess í Þýskalandi, frétta­stjóri er­lendr­ar frétta­deild­ar blaðsins, yf­ir­frétta­stjóri þess og aðstoðarrit­stjóri.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka