Palestínumenn samþykkja vopnahlé

Frá Gasa svæðinu.
Frá Gasa svæðinu. AP

Tólf fylkingar Palestínumanna hafa samþykkt tillögur Egypta um vopnahlé við Ísraela, og gert er ráð fyrir að það taki gildi fyrst á Gasa svæðinu og síðar á Vesturbakkanum.  Egypska ríkisfréttastofan Mena greindi frá þessu í dag. 

Tillögurnar voru samþykktar eftir löng fundahöld samningamanna í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.  Mena fréttastofan hefur eftir ónefndum egypskum embættismanni að í tillögunni væri gert ráð fyrir „yfirgripsmiklu og gagnkvæmu vopnahléi sem tæki gildi samtímis."  Embættismaðurinn sagði að vopnahléið myndi fyrst taka gildi á Gasa og síðar á Vesturbakkanum.

Egypskir samningamenn hafa unnið að samkomulagi sem felur í sér sex mánaða vopnahlé á milli Ísraela og palestínsku fylkinganna á Gasa, fangaskiptum, og opnun landamæra Gasa svæðisins.

Á fréttavef BBC kemur fram að fulltrúar Hamas og Fatah, aðal hreyfinga Palestínumanna, sem eru í andstöðu, hafi ekki verið viðstaddir samningafundi í Kaíró.   Ísraelar hafa þegar hafnað tillögum Hamas um vopnahlé, og sögðu í síðustu viku að tilboð Hamas liða væri bragð þeirra til þess að fá meiri tíma til þess að undirbúa frekari bardaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert