Sat saklaus í fangelsi í 27 ár

Maður að nafni James Woodward yfirgaf réttarsal í Dallas í Bandaríkjunum í gær frjáls maður eftir að hafa setið í fangelsi í 27 ár. Niðurstöður DNA rannsókna leiddu í ljós að Woodward var saklaus eftir allt saman.  

Woodward var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt kærustu sína. Niðurstöður í DNA rannsóknum hafa forðað átján manns frá frekari fangelsisvist. Þykja þetta sláandi tölur sem sýna að mikið óréttlæti þrífst í réttarkerfinu, sérstaklega hjá minnihlutahópum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert