Erlendir ferðamenn létust í rútuslysi í Egyptalandi

Bedúínar við brunnið flak rútunnar.
Bedúínar við brunnið flak rútunnar. Reuters

Að minnsta kosti 9 manns létu lífið og 28 særðust þegar rúta, sem var að flytja evrópska og norður-ameríska ferðamenn valt á Sínaískaga í Egyptalandi í morgun. Eldur kviknaði í rútunni þegar hún lenti á vegriði.

Ekki hefur tekist að bera kennsl á öll líkin en talið er að um sé að ræða Kanadamenn. Meðal slasaðra eru Rússar, Bretar, Rúmenar, Kanadamenn, Ítalar, Úkraínumenn og egypskir lögreglumenn og leiðsögumenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert