Hörð átök í Istanbul

Mótmælendur skýla sér á bakk við borða sem á stendur …
Mótmælendur skýla sér á bakk við borða sem á stendur "Nei við fátækt og óréttlæti!, er lögregla sprautar vatni á þá. AP

530 mótmælendur voru handteknir er til átaka kom á milli mótmælenda og óeirðalögreglumanna í Istanbul í Tyrklandi í dag. Þá slösuðust 38 mótmælendur í átökunum sem brutust út er mótmælendur r reyndu að fara í kröfugöngu að Taksim-torgi. Til átaka kom einnig í Ankara, höfuðborg Tyrklands. 

But Guler, borgarstjóri Istanbul, vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt mótmælendur óeðlilega mikilli hörku. Yfirvöld í Tyrklandi höfðu bannað að samkoma færi fram á Taksim-torgi í dag en fjöldasamkomur hafa verið bannaðar á torginu á 1. maí frá árinu 1977.

Þúsundir lögreglumanna voru á götum Istanbul í dag eftir að verkalýðsleiðtogar hvött fólk til að hunsa bann yfirvalda. Verkalýðsleiðtogarnir lýstu því þó síðar yfir að áformum um að halda útifund á torginu hefði verið aflýst.  

Fjöldi mótmælenda reyndi þó að komast að torginu og voru margir þeirra vopnaðir bareflum. Þá huldu margir mótmælendur andlit sín.

Hópur vopnaðra manna skaut tugi manna til bana á Taksim-torgi á 1. maí árið 1977 og síðan þá hafa 1. maí samkomur verið bannaðar þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert