Kröfugöngur hafa verið gengnar í tilefni af 1. maí, baráttudegi verkalýðsins, í þeim löndum þar sem þar sem degi er farið að halla. M.a. er talið, að þúsundir manna, aðallega stuðningsmenn Kommúnistaflokksins, hafi tekið þátt í göngum í Moskvu og fleiri rússneskum morgun.
Lögregla segir að um 30 þúsund manns hafi gengið í höfuðborg Rússlands í tilefni dagsins.Félagar í flokknum Sameinuðu Rússlandi, sem nýtur stuðnings stjórnvalda, gengu niður breiðgötu í miðborginni með spjöld þar sem m.a. stóð: Hagvöxtur er ekki bara fyrir þá ríku, og: Pútín og Medvedev eru bjargvættir æðri menntunar. Forsetaskipti verða í Rússlandi í dag þar sem Dimitrí Medvedev tekur við embætti af Vladímír Pútín.
Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, fór fyrir göngu sem farin var undir merkjum hamarsins og sigðarinnar og myndum af Lenín og Stalín.