Loftárásir á Gasa þrátt fyrir viðræður

Palestínskir drengi bíða þess að fylla á gaskúta við bensínstöð …
Palestínskir drengi bíða þess að fylla á gaskúta við bensínstöð á Gasasvæðinu í gær. AP

Nafez Mansour, háttsettur liðsmaður palestínsku Hamas samtakanna, lét lífið er Ísraelsher gerði loftárás á bifreið hans á Gasasvæðinu í morgun en Mansour er talinn hafa farið fyrir hópi Hamas-liða sem rændu ísraelska hermanninum Gilad Shalit árið 2006. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Viðræður um hugsanlegt vopnahlé Ísraela og Hamas-samtakanna með milligöngu Egypta hófust í morgun. Hugsanleg skipti á Shalit, sem enn er í haldi Palestínumenna, og palestínskum föngum í fangelsum í Ísrael, er eitt þeirra mála sem til stendur að ræða á fundinum. Háttsettur liðsmaður Jihad samtakanna féll einnig í loftárás Ísraela á járnverksmiðju á Gasasvæðinu í gær. Þrír til viðbótar særðust í hvorri árás.

Greint var frá því í gær að tólf fylkingar Palestínumanna hefðu samþykkt tillögur Egypta um vopnahlé við Ísraela sem gert væri ráð fyrir að tæki gildi fyrst á Gasa svæðinu og síðar á Vesturbakkanum.  Samkvæmt heimildum egypsku ríkisfréttastofunnar Mena voru tillögurnar samþykktar eftir löng fundahöld samningamanna í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. 

Egypskir samningamenn hafa unnið að samkomulagi sem felur í sér sex mánaða vopnahlé á milli Ísraela og palestínsku fylkinganna á Gasa, fangaskiptum, og opnun landamæra Gasa svæðisins.

Fulltrúar Hamas og Fatah, stærstu samtaka Palestínumanna, voru ekki verið viðstaddir samningafundi í Kaíró og Ísraelar hafa þegar hafnað tillögum Hamas um vopnahlé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert