Borgarstjóraskipti í Lundúnum

Boris Johnson er nýr borgarstjóri Lundúna.
Boris Johnson er nýr borgarstjóri Lundúna. Reuters

Boris Johnson, þingmaður breska Íhaldsflokksins, bar sigurorð af Ken Livingstone, borgarstjóra Lundúna og frambjóðanda Verkamannaflokksins, í borgarstjórakosningum sem fóru fram í gær. Atkvæði voru talin í dag og úrslitum lýst nú á 12. tímanum. 

Johnson fékk 1.168.738 atkvæði en   Livingstone, sem verið hefur borgarstjóri frá árinu 2000, 1.028.966 atkvæði. Kjörsókn var 45%, fimm prósentum meiri en árið 2004, og er þetta í fyrsta skipti sem yfir 2 milljónir manna greiða atkvæði í borginni.

Almennt var búist við að Verkamannaflokkurinn myndi tapa fylgi í sveitarstjórnakosningunum, sem fóru fram á Englandi og í Wales í gær en úrslitin voru mun verri en spáð var. Flokkurinn tapaði yfir  400 sætum í bæjar og sveitarstjórnum á Englandi og í Wales en Íhaldsflokkurinn bætti  við sig um 300 sætum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert