Forseti Bandaríkjanna George W. Bush vill veita alþjóðasamfélaginu 770 milljóna dala styrk til matarkaupa en hækkandi matvælaverð hefur verið að valda uppþotum í sumum löndum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa verið gagnrýnd fyrir að hjálpa ekki nógu mikið til í þessum efnum en hátt verð á matvælum og bensíni hafa haft mikil áhrif á fátækari fjölskyldur í Bandaríkjunum og víðar. “Við erum að senda skýr skilaboð. Bandaríkin munu leiða í bardaganum gegn hungri,” sagði Bush.