Ein lengsta brú í heimi opnuð í Kína

Reuters

Ein lengsta brú í heimi var vígð í Kína í gær. Hún er 36 km löng og teng­ir borg­irn­ar Jiax­ing, sem er skammt frá Shang­hai, við hafn­ar­borg­ina Ning­bo. Segja kín­versk­ir rík­is­fjöl­miðlar að með brúnni opn­ist ný og mik­il­væg leið til Shang­hai.

Stytt­ir brú­in leiðina frá Shang­hai til Ning­bo um 120 kíló­metra. Á brúnni er sex ak­rein­ar, en lagn­ing henn­ar hófst fyr­ir fimm árum. Seg­ir frétta­stof­an Xin­hua að þetta sé „lengsta brú í heimi yfir sjó.“

Hún er þó lítið eitt styttri en Pontchartrain-brú­in í Banda­ríkj­un­um, sem sögð er sú lengsta í heimi, 38,4 km.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert