Morðið á Keeling innblástur Bollywood-myndar

Scarlett Keeling.
Scarlett Keeling.

Morðið á bresku táningsstúlkunni Sharon Keeling verður innblástur nýrrar kvikmyndar í Bollywood, Rave Party, þar sem ætlunin er m.a. að vekja athygli á mikilli eiturlyfjaneyslu ungmenna á Goa ,vinsælum ferðamannastað á Indlandi. 

Rave Party mun fjalla um það sem kom fyrir Scarlett,“ sagði Prabhakar Shukla, leikstjóri myndarinnar. Ætlunin er að taka myndina upp í Goa til að hafa hana sem nákvæmasta.  

Yfirvöld í Goa héldu því fram að Scarlett hefði drukknað af slysförum en eftir að móðir hennar fékk því framgengt að málið yrði tekið upp aftur kom í ljós að henni hafði verið nauðgað og síðan hefði henni verið haldið í vatni í 10 mínútur. Fiona McKeown, móðir Scarlett, ásakaði lögregluna um yfirhylmingu.

Scarlett Keeling var einungis 15 ára gömul.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert