Áður óbirt myndskeið, sem sýna sprengjuárásirnar í Lundúnum 7. júlí 2005, voru sýnd í réttarsal í borginni í gær. Á myndunum sést þegar tveir af árásarmönnunum, sem voru fjórir, sprengdu sprengjur sem þeir voru með innanklæða.
Önnur sprengjan sprakk í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool lestarstöðinni en hin sprakk í strætisvagni í miðborginni. Alls létu 52 lífið í árásunum.
Verið er að rétta yfir þremur mönnum, sem ákærðir hafa verið fyrir að veita sjálfsmorðsárásarmönnunum fjórum aðstoð.