Yfirkjörstjórn í Simbabve lýsti því yfir opinberlega í dag, að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafi fengið 47,9% atkvæða í forsetakosningunum 29. mars. Samkvæmt lögum þurfi því önnur umferð að fara fram innan þriggja vikna vegna þess að enginn frambjóðandi fékk helming atkvæða.
Robert Mugabe, forseti Simbabve, fékk 43,2% atkvæða í kosningunum, samkvæmt yfirlýsingu kjörstjórnar.
Talsmaður stjórnarandstöðunnar segir, að þessi yfirlýsing kjörstjórnarinnar sé hneykslanleg enda óstaðfest og stjórnarandstaðan hafi ekki yfir að ráða fé fyrir aðra umferð. Ljóst sé að Tsvangirai hafi unnið kosningarnar og fengið yfir 50% atkvæða.