Verkamannaflokkurinn tapaði

Atkvæði greidd á hárgreiðslustofu í Hull í gær.
Atkvæði greidd á hárgreiðslustofu í Hull í gær. Reuters

Verka­manna­flokk­ur­inn beið af­hroð í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­um í Englandi og Wales í gær og hef­ur flokk­ur­inn misst 140 sæti nú þegar. Eru þetta verstu kosn­inga­úr­slit flokks­ins í fjóra ára­tugi og mikið áfall fyr­ir Gor­don Brown, sem varð leiðtogi flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra á síðasta ári.  

Kosið var í 159 bæj­um og borg­um um rúm­lega 4000 full­trúa í bæj­ar- og sveit­ar­stjórn­um. 

Kosn­inga­spá BBC gef­ur til kynna að Verka­manna­flokk­ur­inn sé nú þriðji stærsti flokk­ur­inn með ein­ung­is 24% fylgi. Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar koma næst­ir með 25% fylgi og fékk Íhalds­flokk­ur­inn 44% fylgi. Síðast­nefndi flokk­ur­inn vann mjög á  víða um land, m.a. í Bury, Sout­hampt­on og Har­low. Sky frétta­stof­an seg­ir, að ef þessi úr­slit væru yf­ir­færð á þing­kosn­ing­ar myndi flokk­ur­inn fá yfir 150 sæta meiri­hluta í neðri deild breska þings­ins.

Talsmaður hjá Verka­manna­flokkn­um seg­ir samt að ekki sé um hættu­ástand að ræða hjá Gor­don Brown for­sæt­is­ráðherra fyr­ir þing­kosn­ing­ar, sem fara fram að óbreyttu eft­ir tvö ár.  Áður en yfir lýk­ur lít­ur út fyr­ir að Verka­manna­flokk­ur­inn tapi 200 sæt­um.

Ekki er byrjað að telja í Lund­ún­um, þar sem kos­inn er borg­ar­stjóri og 25 full­trú­ar á borg­arþing. Er ekki að vænta úr­slita þaðan fyrr en und­ir kvöld, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC. Ekki hef­ur held­ur verið talið í Wales.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert