Óeirðir sem brutust út á götum Hamborgar í gær eru þær verstu sem orðið hafa í borginni í mörg ár, að því er lögreglan greinir frá. Kveikt var í bílum og sorptunnum, og lögreglan svaraði með vatnsbyssum.
Ólætin hófust í gærkvöldi eftir að 1. maí-göngum var lokið. Urðu vinstrisinnar reiðir vegna samkomu nýnasista og báru eld að bílum og ýmsu fleiru. Stóðu óeirðirnar klukkustundum saman.
Segir lögreglan að um sjö þúsund vinstrisinnar hafi reynt að brjótast í gegnum varðhring sem lögreglan hafði slegið um rúmlega eitt þúsund hægri-öfgamenn, að því er fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá.
Nýnasistarnir komu til Hamborgar hvaðanæva úr Þýskalandi.
Um 250 óeirðaseggir voru handteknir og 20 lögreglumenn meiddust.