Eldfjall vaknar til lífsins eftir 10 þúsund ára svefn

Gosmökkur stígur upp af eldfjallinu Chaiten.
Gosmökkur stígur upp af eldfjallinu Chaiten. Reuters

Eldfjall, sem talið var kulnað, hefur vaknað til lífsins í Chile en síðast gaus í fjallinu fyrir 10 þúsund árum. Eldfjallið heitir Chaiten og er í suðurhluta landsins. Hafa um 1500 íbúar þorpa í nágrenni fjallsins verið fluttir brott. Þá hafa stjórnvöld dreift um 10 þúsund gasgrímum til annarra íbúa á svæðinu af ótta við eitraðar gastegundir í gosmekkinum.  

Vindur hefur borið ösku yfir Andesfjöllin til Argentínu. Hefur sérstöku viðbúnaðarástandi verið lýst yfir á hraðbrautum í löndunum tveimur vegna þess að askan hefur áhrif á skyggni.

Aska frá eldfjallinu hefur valdið erfiðleikum í Argentínu.
Aska frá eldfjallinu hefur valdið erfiðleikum í Argentínu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert