Lögreglan í Portúgal er enn að leita vísbendinga í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann, og hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort ákærur verði birtar í málinu eða það látið niður falla. Í dag er eitt ár frá því að Madeleini hvarf.
Alipio Ribeiro, yfirmaður rannsóknardeildar portúgölsku lögreglunnar, sagði við fréttastofuna Lusa þar í landin í dag, að deildin leitaði enn allra hugsanlegra vísbendinga.
Foreldrar Madeleine og maður í Praia Da Luz, þar sem stúlkan hvarf, hafa réttarstöðu grunaðra í málinu, en neita allri aðild að hvarfinu.
Guðsþjónustur verða haldnar í Praia Da Luz og heimabæ McCann hjónanna á Englandi í dag þar sem þess verður minnst að eitt ár er liðið frá hvarfi Madeleine.